Innlent

Allt skólahald fellt niður í Fjarðabyggð á morgun

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Norðfjörður að vetri. Myndin er úr safni.
Norðfjörður að vetri. Myndin er úr safni. Visit Austurland

Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun.

Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð kemur fram að á öllum þessum stöðum sé þungfært víða á götum og göngustígum auk þess sem rýming er enn í gildi á Eskifirði og í Neskaupstað og gildir hún í það minnsta fram eftir morgni.

Staðan verður tekin á nýjan leik í fyrramálið og gefin út tilkynning upp úr kl. 11:00.

Fólk er beðið að fylgjast vel með miðlum sveitarfélagsins vegna þessa auk tilkynninga um aðra þætti í þjónustu sveitarfélagsins.

Skólahald verður með hefðbundnum hætti á Reyðarfirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×