Innlent

Fara af neyðar­stigi á hættu­stig

Máni Snær Þorláksson skrifar
Svona voru aðstæður fyrir austan í dag.
Svona voru aðstæður fyrir austan í dag. Landsbjörg

Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Staðan er núna sú að búið er að rýma á annað hundrað heimila í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði og hafa um fimm hundruð manns þurft að yfirgefa heimilin sín.

„Nú þegar tökum hefur verið náð á ástandinu og enginn er talinn í bráðri hættu hefur eins og áður segir, verið ákveðið að fara af neyðarstigi á hættustig, sem er í samræmi við verklagsreglur þar um,“ segir í tilkynningunni.

Gert er ráð fyrir að rýmingin standi yfir til morguns á Seyðisfirði í Neskaupstað og á Eskifirði. Verður staðan þá tekin að nýju og kynnt. Þá verður það strax kynnt hlutaðeigandi ef breytingar verða gerðar á þessum svæðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×