Móðir sýknuð af því að sparka í og slá fimm ára son sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 11:55 Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað móður af því að hafa sparkað í og slegið fimm ára gamlan son sinn. Það var þáverandi eiginmaður konunnar og faðir drengsins sem tilkynnti um málið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Milton safnar aftur krafti Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína.
Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Margir í vandræðum í Kömbunum Innlent Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Erlent Milton safnar aftur krafti Erlent Afhöfðaður sex dögum eftir embættistöku Erlent Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Innlent Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Erlent Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Innlent Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Innlent Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Innlent Fleiri fréttir Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Ekkert á hreinu um næstu kosningar Snjóþekja á Hellisheiði Leynd yfir aðgerðum kennara og í beinni frá höllinni Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kennarar greiða atkvæði um verkfall Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Yazan og fjölskylda komin með vernd „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Sjá meira