Innlent

Snjó­flóð féll í Norð­firði og búið að rýma eitt hús

Atli Ísleifsson skrifar
Norðfjörður að vetri. Myndin er úr safni.
Norðfjörður að vetri. Myndin er úr safni. Visit Austurland

Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að unnið sé að því að meta aðstæður annarsstaðar í þéttbýlinu og víðar. 

„Íbúar Norðfjarðar hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga.

Öllu skólahaldi hefur verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum,“ segir í tilkynningunni. 

Þar segir ennfremur að vegna mikillar snjókomu á Austurlandi í nótt séu íbúar hvattir til að halda sig heima við. Unnið sé að því að skoða aðstæður í Norðfirði og öðrum þéttbýliskjörnum.

Skólahald fellur því niður í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×