Emiliano Martinez var hetja argentínska landsliðsins þegar Argentínumenn urðu heimsmeistarar í desember síðastliðnum eftir að hafa unnið Frakkland í vítakeppni í úrslitaleiknum.
Martinez varði ekki aðeins vel í sjálfum leiknum heldur varði hann einnig víti frá Frökkum í vítaspyrnukeppninni. Hann var valinn besti markvörður heimsmeistaramótsins.
Martinez er mikill vítabani en hann er líka þekktur fyrir alls kyns sálfræðileiki sína áður en leikmenn taka vítaspyrnur á móti honum.
Nú á að banna markvörðum að reyna að hafa áhrif á vítaspyrnutakarann.
Þeir mega frá 1. júlí ekki snerti markstangirnar eða slána, ekki tefja það að vítaspyrnan er tekin, ekki trufla skyttuna með ósanngjörnum hætti eða sýna einhverja framkomu sem sýnir vítaskyttunni óvirðingu. Eða með öðrum orðum þá má ekki lengur haga sér eins og umræddur Emiliano Martinez.
Margir hafa gaman af þessu sálfræðistríði og þykir þetta aðeins vera hluti af leiknum. Það hefur líka verið bent á það að vítaskytturnar nota alls konar furðuaðhlaup til að trufla markvörðinn. Það er áfram leyfilegt.