Innlent

Vínbúðir gætu opnað á sunnudögum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Hafdís segir að það sé einhugur í flokknum um að breyta ekki fyrirkomulagi áfengissölu, ríkið muni áfram standa að sölunni.
Hafdís segir að það sé einhugur í flokknum um að breyta ekki fyrirkomulagi áfengissölu, ríkið muni áfram standa að sölunni. Vísir/Steingrímur Dúi

Enginn vilji er til þess að áfengi verði selt í almennum verslunum segir þingkona Framsóknarflokksins en frumvarp um rýmkun opnunartíma vínbúða hefur verið lagt fyrir Alþingi. 

Frumvarpið gengur út á að fella út úr lögunum opnunarbann á ákveðnum dögum. Betra sé að fólk geti komist í vínbúð fen að fara aðrar leiðir, en netverslun áfengis með heimsendingu hefur verið stunduð af einkaaðilum um skeið.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Þingkona Framsóknarflokksins segir eftir sem áður engan vilja hjá flokknum til þess að selja áfengi í almennum verslunum, tilgangurinn sé að koma til móts við neytendur.

„Við erum í rauninni að leggja þetta fram núna til þess að svara þessu kalli um það að við séum að setja vín í búðir og að gefa áfengisverslun frjálsa sem við flutningsmenn frumvarpsins erum ekki hlynnt. Við erum að mæta breytingum á tíðaranda og viljum að neytendur fái ákveðið val. Að þeir geti keypt áfengi til dæmis á sunnudögum.“

Einungis sé um heimild að ræða.

„Þetta í rauninni felur í sér heimild að ÁTVR geti haft opið á sunnudögum. Þetta er ekki skylda og það er lagt í þeirra hendur að meta hvaða verslanir og með hvaða hætti þeir nýta sér þessa heimild. En ég vil halda þessu innan ÁTVR því ég held það sé skynsamasta lausnin.“

En næst þetta í gegn á yfirstandandi þingi?

„Við vitum að það eru mörg verkefni sem eru aðeins brýnni en þetta en ég sjálf vonast til þess að bæði öflin, þau sem eru íhaldssamari og þau sem eru frjálslyndari geti sætt sig á þessa lausn.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.