Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. mars 2023 19:01 Anna Sigríður Pálsdóttir er yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar. egill aðalsteinsson Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í fréttum okkar í gær sögðum við frá sjö ára dreng sem þarf að bíða í þrjú ár eftir að komast að í einhverfugreiningu. Biðin veldur móður hans áhyggjum þar sem greiningin myndi tryggja honum betri þjónustu. Samkvæmt nýjum tölum frá Geðheilsusmiðstöð barna hefur börnum sem bíða eftir einhverfu eða ADHD greiningu fjölgað hratt síðustu árin. Þau voru 669 í byrjun apríl árið 2021, árið síðar voru þau 759 en núna nærri tvöfalt fleiri eða 1381. Þá hafa það sem af er ári borist 300 nýjar tilvísanir sem þykir mikið. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningum barna á aldrinum sex til átján ára. Anna Sigríður Pálsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvarinnar segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu en ein af skýringunum sé mögulega Covid. „Sum börn sem hefðu kannski ekki þurft þjónustu ef þau hefðu bara búið við reglu og rútínu eru komin í þörf fyrir miklu meira en fyrir Covid. Það er einn þáttur.“ Þurfa þjónustu sem fyrst Hún segir skipta máli að börnin fái þjónustu sem fyrst. „Börn þroskast mikið á stuttum tíma og það er alltaf talað um snemmtæka íhlutun og helst að byrja sem fyrst og ef að barnið er ekki að fá þjónustu sem fyrst þá er það bara að missa af vissum skrefum.“ Hún segir verið að þjálfa upp fleira fólk til að sinna greiningum en meira fjármagn þurfi svo hægt sé að vinna hraðar á biðlistunum. Hún segir nýleg lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eiga að tryggja börnum þjónustu í skólum þó greining sé ekki komin. „Ef það er grunur um einhverfu eða einhverfulík einkenni þá á alltaf að búa til prógramm eins og um einhverfu væri að ræða.“ Foreldrar tilkynni sig til barnaverndar Þá eigi foreldrar rétt á að fá málstjóra eftir frumgreiningu samkvæmt lögunum en hann geti hjálpað þeim með að fá viðeigandi aðstoð. Hún segir marga foreldra bugaða og eiga erfitt með að bíða lengi eftir greiningu. „Ég dáist að fólki fyrir að standa í þessari baráttu en það geta allir leitað til Félagsþjónustunnar og fengið ráðgjafa þar og sumir hringja jafnvel í barnavernd og tilkynna sjálft sig af því það ræður ekki við stöðuna.“ Þá þurfi að skoða líka skólakerfið en sum börn passi hreinlega ekki inn í það eins og það er núna. „Svona aðstæður eins og til dæmis stórir bekkir. Maður sér aukinn fjölda af börnum úr því umhverfi sem er að koma inn.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent