Lífið

Átta her­bergja ein­býli á sex­tíu milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Eldhúsið var allt tekið í gegn fyrir nokkrum árum.
Eldhúsið var allt tekið í gegn fyrir nokkrum árum. Dixon

Átta herbergja einbýlishús í Miðtúni 13 á Tálknafirði er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 250 eru 59,9 milljónir króna.

Einbýlishúsið hefur mikið verið tekið í gegn og engu var til sparað þegar eldhúsið var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Það var stækkað með því að byggja yfir svalir sem áður voru á húsinu og í dag er stór gluggi eftir endilöngu eldhúsinu, með útsýni yfir fjörðinn. 

Eigandi hússins, Rúna Sif Rafnsdóttir, var kosin kona ársins af lesendum mbl.is árið 2021. Rætt var við Rúnu Sif og eiginmann hennar, Jónatan Guðbrandsson, í Íslandi í dag fyrir einu og hálfu ári síðan.

Hægt er að lesa meira um húsið á fasteignavef Vísis en að neðan eru nokkrar vel valdar myndir.

Dixon
Dixon
Dixon
Dixon
Dixon
Dixon
Dixon


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.