Innlent

Sprengi­sandur: Raf­byssur, efna­hags­málin, há­skólar og orku­skipti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur verður á sínum stað í dag, á Bylgjunni frá klukkan 10:00 til 12:00. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti að venju og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætir fyrst til leiks og ræðir háskólamálin. Stjórnvöld og atvinnulífið kalla eftir framúrskarandi menntun á háskólastigi en íslensku háskólarnir hafa ekki haldið stöðu sinni í samanburði við aðra síðustu ár. Er draumur HÍ um að verða einn af hundrað bestu skólunum hrein óskhyggja?

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets mætir næstur til leiks. Hann fer yfir orkuskiptin og hvernig best sé að koma rafmagni á milli landshluta, en það virðist hafa flækst aðeins fyrir Íslendingum síðustu ár.

Þá munu þau Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ, Friðrik Jónsson formaður BHM og Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA fara yfir efnahagsmálin. Seðlabankinn hækkaði vexti í tólfta sinn í vikunni og aðilar á fjármálamarkaði hafa áhyggjur.

Síðast koma Björn Leví Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason og takst á um rafbyssumálið. Átti dómsmálaráðherra að fara fyrir ríkisstjórn eins og forsætisráðherra og umboðsmaður Alþingis telja eða var það óþarfi? 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×