Fótbolti

McTominay skoraði tvö fyrir Skota og Svisslendingar völtuðu yfir Hvít-Rússa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scott McTominay skoraði tvö fyrir Skota í kvöld.
Scott McTominay skoraði tvö fyrir Skota í kvöld. Ian MacNicol/Getty Images

Fjórum af sjö leikjum dagsins í undankeppni EM í knattspyrnu er nú lokið þar sem Skotar unnu meðal annars öruggan 3-0 sigur gegn Kýpur og Svisslendingar unnu 0-5 risasigur gegn Hvít-Rússum.

Scott McTominay skoraði tvö mörk fyrir skota seint í leiknum eftir að John McGinn hafði komið liðinu yfir um miðjan fyrri hálfleikinn.

Liðin leika í A-riðli undankeppninnar og var þetta fyrsti leikur riðilsins. Norðmenn og Spánverjar, sem einnig leika í A-riðli, mætast svo síðar í kvöld.

Þá unnu Svisslendingar vægast sagt öruggan sigur gegn Hvít-Rússum í I-riðli þar sem Renato Steffen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Granit Xhaka og Zeki Amdouni bættu svo sínu markinu hvor við fyrir Svisslendinga í síðari hálfleik og niðurstaðan varð öruggur 0-5 sigur Sviss.

Þá gerðu Ísrael og Kósovó 1-1 jafntefli í sama riðli og í D-riðli unnu Tyrkir 1-2 sigur gegn Armenum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.