Innlent

Dró upp hafna­bolta­kylfu í deilum við bensín­stöð

Kjartan Kjartansson skrifar
Hafnaboltakylfa kom við sögu í deilum þriggja manna í gærkvöldi. Myndin er úr safni.
Hafnaboltakylfa kom við sögu í deilum þriggja manna í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Deilur á milli þriggja einstaklinga við bensínstöð í austurhluta borgarinnar enduðu með því að einn þeirra dró upp hafnaboltakylfu.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um mann vopnaðan hafnaboltakylfu við bensínstöð klukkan 23:40 í gærkvöldi. Sá sem var með kylfuna er sagður hafa tekið hana upp til þess að verja sig. Hann beitti þó ekki kylfunni og segist lögreglan hafa leyst málið á vettvangi.

Ökumaður bifreiðar sem lögreglumenn gáfu merki um að stoppa reyndi að flýja í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Nokkrir einstaklingar hlupu út úr bifreiðinni eftir stutta eftirför en þeir náðust allir og voru handteknir.

Einn þeirra var með kveikjuláslykla bifreiðarinnar á sér. Hann er grunaður um að hafa ekið bílnum. Fíkniefni og hnífur fundust á einum mannanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.