Innlent

Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar. Vísir/Þorgils

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að rannsókn málsins, sem sé nokkuð umfangsmikil, hafi verið í algjörum forgangi hjá embættinu.

Brotaþoli í málinu er um fertugt og sætir karlmaðurinn gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Ekki hefur verið lagt hald á vopn við rannsókn málsins.

Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×