Varðstjóri slökkviliðs staðfestir í samtali við fréttastofu að sjúkrabíll hafi verið kallaður út vegna slagsmálanna. Sjúkrabíllinn hefur nú yfirgefið vettvang án þess að nokkur hafi verið fluttur á slysadeild.
Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins en að sögn sjónarvotta var sérsveitin kölluð til skömmu eftir klukkan 23.