Innlent

Sérsveitin kölluð til vegna slagsmála í Bankastræti

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/vilhelm

Mikill viðbúnaður er við Bankastræti í Reykjavík í kjölfar þess að slagsmál brutust þar út fyrr í kvöld. Sérsveitin var kölluð til ásamt lögreglu og sjúkrabíl.

Varðstjóri slökkviliðs staðfestir í samtali við fréttastofu að sjúkrabíll hafi verið kallaður út vegna slagsmálanna. Sjúkrabíllinn hefur nú yfirgefið vettvang án þess að nokkur hafi verið fluttur á slysadeild. 

Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins en að sögn sjónarvotta var sérsveitin kölluð til skömmu eftir klukkan 23.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.