Fótbolti

Chelsea í góðri stöðu eftir útisigur í Frakklandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Guro Reiten fagnar marki sínu í kvöld.
Guro Reiten fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Chelsea er í góðri stöðu í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 útsigur á Lyon í kvöld.

Það var hin norska Guro Reiten sem skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar hún kláraði frábærlega eftir góðan undirbúning Erin Cuthbert.

Lauren James átti skot í stöngina á marki Lyon í fyrri hálfleiknum en eftir hlé náði Chelsea að standast mikla pressu Lyon sem margoft hefur fagnað sigri í Meistaradeildinni. Lyon átti meðal annars skot í stöngina í síðari hálfleiknum en Chelsea fékk einnig sín færi þegar pressa Lyon var sem mest. 

Sigur Chelsea þýðir að liðið er nú í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Stamford Bridge í næstu viku. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.