Landsliðið spilar í borg mengunarmeistara og alræmds fangelsis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 19:30 Bilino Polje-völlurinn í Zenica sem Ísland leikur á annað kvöld. Vísir/Valur Páll Íslenska landsliðið lenti í dag í Zenica í Bosníu þar sem leikur við landslið þeirra bosnísku fer fram í annað kvöld. Borgin er þekkt fyrir margt annað en fótbolta. Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira