Héldu handjárnuðum manni niðri í ellefu mínútur þar til hann dó Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 10:48 Þegar mest var héldu tíu manns Irvo Otieno niðri. Héraðssaksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært sjö lögregluþjóna og þrjá starfsmenn sjúkrahúss fyrir morð. Myndbönd úr öryggisvélum sýna hvernig hópur manna hélt handjárnuðum Irvo Otieno niðri í um ellefu mínútur, þar til hann dó. Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Otieno, sem var 28 ára gamall og átti við geðræn vandamál að stríða, hafði verið tekinn af heimili sínu þann 3. mars. Þremur dögum síðar, eða þann 6. mars, var verið að flytja hann á sjúkrahús í Dinwiddiesýslu í Virginíu en hann var þá bundinn á bæði höndum og fótum. Þegar Otieno streittist á móti lögregluþjónum var honum haldið niðri þar til hann dó. Á myndbandinu má sjá að á einum tímapunkti voru tíu manns, lögregluþjónar og heilbrigðisstarfsmenn að halda Otieno niðri. Þar á meðal nokkrir sem voru með hné sín á honum. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir myndbandið sem gert var úr upptökum úr öryggismyndavél á sjúkrahúsinu og var notað við þá ákvörðun að ákæra fólkið. Myndbandið var svo birt í kjölfarið. Það sýnir hvernig Otieno var haldið niðri í ellefu mínútur, þar til tekið var eftir því að hjarta hans var hætt að slá. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Málið minnir mjög á dauða George Floyd og annarra þeldökkra manna sem dáið hafa í haldi lögreglunnar í Bandaríkjunum. Otieno var handtekinn þann 3. mars, eftir að hann hafði rifið upp ljós í garði nágranna móður sinnar og bankað á dyrnar þar. Hann var fluttur á sjúkrahús um tíma, þar sem leggja átti hann inn á geðdeild í þrjá sólarhringa, en fluttur í fangelsi eftir að lögreglan segir að hann hafi orðið ofbeldisfullur. Fjölskylda Otieno mótmælti því og sagði hann hafa verið rólegan og hafa lögmenn fjölskyldunnar, þeir sömu og aðstoðuðu fjölskyldu George Floyd, gagnrýnt að Otieno hafi ekki fengið að verja þremur sólarhringum á geðdeildinni. Caroline Ouko, móðir Irvo Otieno, með mynd af syni sínum. Vinstra megin við hana er lögmaður Ben Crump og hægra megin er eldri sonur hennar Leon Ochieng og lögmaðurinn Mark Krudys.AP/Daniel Sangjib Min Eftir þriggja daga fangelsisvist, þar sem lögmenn fjölskyldunnar segja að hann hafi verið beittur piparúða og ekki leyft að skola augun og þar að auki hafi hann ekki fengið lyf sín, sem móðir hans hafi reynt að koma til hans, var hann fluttur aftur á sjúkrahúsið. Lögmenn fjölskyldunnar segja að myndbandsupptökur úr fangelsinu sýni lögregluþjóna ryðjast inn í klefa Otieno, þar sem hann sat nakinn og dregið hann út. Hann var svo fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann dó, eins og áður hefur verið sagt frá. NPR hefur eftir Ann Cabell Baskervill, héraðssaksóknaranum, að Otieno hafi kafnað til bana. Þá sagði hún að á milli þess sem Otieno dó og að ríkislögregla Virginíu var látin vita hafi handjárn Otieno verið fjarlægð og lík hans hreyft og þrifið. Þá var ekki hringt eftir réttarmeinafræðingi heldur haft beint samband við útfararstofnun. Þar að auki sagði Baskervill að enginn lögregluþjónanna hefði sagt rétt frá hvað gerðist, hvorki þann dag sem Otieno dó, né þegar þeir voru handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57 Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19 Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna. 24. febrúar 2023 14:57
Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. 17. febrúar 2023 16:19
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33