Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 10:31 Guðlaugur Victor Pálsson getur brugðið sér í ýmis hlutverk. Getty/Alex Grimm Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu. Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson verður í banni í leiknum og þá þurfti Sverrir Ingi Ingason að segja sig úr landsliðshópnum en báðir voru líklegir til að leysa miðvarðarstöðuna. Guðmundur Þórarinsson var kallaður inn í hópinn í stað Sverris en sá leikur ekki sem miðvörður. Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon eru hreinræktuðu miðverðirnir í hópnum en eru báðir örvfættir. Guðlaugur Victor Pálsson er að upplagi miðjumaður en hefur spilað í miðverði með liði sínu DC United í Bandaríkjunum. Ljóst er að hverjir þeir sem manna miðvarðastöðurnar eiga snúið verk fyrir höndum að eiga við skærustu stjörnu Bosníu, framherjann Edin Dzeko, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Spurningin er síður hvort Guðlaugur Victor byrji og frekar í hvaða stöðu - hvort hann verði djúpur miðjumaður eða miðvörður, eða jafnvel hægri bakvörður. Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verða líklega á miðjunni fyrir framan djúpan miðjumann, sem líklegast verður annað hvort Guðlaugur eða Aron Elís Þrándarsson. Þórir Jóhann Helgason gæti þá einnig spilað á miðjunni. Líklegast er þá að Jón Dagur Þorsteinsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Sigurðsson leiði línuna hjá íslenska liðinu í Zenica. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira