Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar.
Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok.
Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni.
„Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar,“ sagði Pastorello.
Arthur Melo will leave Liverpool at the end of the season, as expected — he’s returning to Juventus. Buy option clause won’t be triggered. 🔴 #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 21, 2023
“He’s been unlucky with injuries, Arthur is now back but I think he will return to Juventus in July”, agent Pastorello told Tmw. pic.twitter.com/ilfwYP96oU
Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það.