Fótbolti

Á förum frá Liverpool eftir að hafa leikið aðeins fjórtán mínútur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arthur Melo hefur ekki náð að heilla í treyju Liverpool. Enda ekki fengið mörg tækifæri til þess.
Arthur Melo hefur ekki náð að heilla í treyju Liverpool. Enda ekki fengið mörg tækifæri til þess. Lewis Storey/Getty Images

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Arthur Melo verður ekki áfram í herbúðum Liverpool eftir að lánssamningur hans frá Juventus rennur út í sumar.

Arthur gekk í raðir Liverpool á láni frá ítalska stórveldinu Juventus þann 1. september á síðasta ári, en löng meiðsli hafa haldið leikmanninum frá knattspyrnuvellinum stærstan hluta lánsdvalarinnar.

Miðjumaðurinn hefur ekki enn leikið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til félagsins. Einu mínúturnar sem Arthur hefur leikið fyrir félagið komu í 4-1 tapi gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu, tæpri viku eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Hann kom þá inn af varamannabekknum stuttu fyrir leikslok.

Arthur er nú mættur aftur til æfinga eftir erfið meiðsli og var í leikmannahópi Liverpool er liðið mátti þola 1-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir það segir Federico Pastorello, umboðsmaður leikmannsins, að hann sé líklega á leið aftur til Juventus að lánsdvölinni lokinni.

„Hann hef­ur verið óhepp­inn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aft­ur til Ju­vent­us í sum­ar,“ sagði Pastorello.

Í lánssamningi leikmannsins við Liverpool er klásúla sem gerir félaginu kleift að kaupa Arthur frá Juventus á 37,5 milljónir evra, en svo virðist sem Liverpool ætli ekki að nýta sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×