McLagan þurfti að fara af velli um miðjan síðari hálfleik eftir samstuð við leikmann Vals og eins og kemur fram á heimasíðu Víkinga var fljótt ljóst að um alvarleg meiðsli var að ræða.
Tilkynning frá Knattspyrnudeild Víkings vegna meiðsla sem Kyle Mclagan, leikmaður meistaraflokk karla varð fyrir í leik gegn Val seinasta laugardaghttps://t.co/1qn6GjdFls
— Víkingur (@vikingurfc) March 21, 2023
McLagan fór svo í myndatöku í gær og nú er komið í ljós að leikmaðurinn er með slitið krossband og innra liðband í hné. Því er ljóst að McLagan þarf í aðgerð og að langt og strangt bataferli taki við í kjölfarið.
McLagan verður því ekkert með Víkingum á komandi tímabili í Bestu-deild karla. Leikmaðurinn kom til landsins árið 2017 og gekk þá í raðir Fram, en skipti yfir til Víkinga ári síðar eftir að hafa hjálpað Fram að vinna sér inn sæti í efstu deild.
Alls hefur McLagan leikið 22 leiki í efstu deild hér á Íslandi, en samningur hans við Víking rennur út að næsta tímabili loknu.