Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 11:41 Kristrún Frostadóttir tilkynnti um framboð sitt til embættis formanns Samfylkingarinnar hinn 19. ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. Könnun Maskínu var gerð dagana 6. til 20. mars og tóku 1.599 manns afstöðu. Samkvæmt henni nýtur Samfylkingin stuðnings 24 prósenta kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósenta og Framsóknarflokkurinn 13, 2 prósenta. Framsóknarmenn hafa aukið fylgi sitt um rétt rúmlega prósentustig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að minnka og mælist nú aðeins 6 prósentustig en það var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu í marsmánuði.Vísir Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn auka einnig fylgi sitt um eitt prósentustig milli kannanna. Viðreisn mælist nú með 9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6, sama fylgi og Vinstri græn og Miðflokkurinn. Fylgi Pírata minnkar hins vegar töluvert milli kannana eða um 2,5 prósentustig og mælist nú 10 prósent. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum í september 2021. Það fór í fyrsta skipti undir 40 prósent í síðasta mánuði og mældist þá 39,1 prósent og mælist nú á svipuðum slóðum eða 39,3 prósent. Samfylkingin hefur bætt við sig lang mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum en mælist nú eins og áður sagði með 24 prósent atkvæða. Á sama tíma hafa Vinstri græn tapað fylgi ríflega heilmings kjósenda sinna. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í kosningunum en mælist nú með 6 prósent. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Píratar Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 6. til 20. mars og tóku 1.599 manns afstöðu. Samkvæmt henni nýtur Samfylkingin stuðnings 24 prósenta kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn 20 prósenta og Framsóknarflokkurinn 13, 2 prósenta. Framsóknarmenn hafa aukið fylgi sitt um rétt rúmlega prósentustig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar. Fylgi Vinstri grænna heldur hins vegar áfram að minnka og mælist nú aðeins 6 prósentustig en það var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Fylgi flokka á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu í marsmánuði.Vísir Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn auka einnig fylgi sitt um eitt prósentustig milli kannanna. Viðreisn mælist nú með 9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6, sama fylgi og Vinstri græn og Miðflokkurinn. Fylgi Pírata minnkar hins vegar töluvert milli kannana eða um 2,5 prósentustig og mælist nú 10 prósent. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna var 54 prósent í kosningunum í september 2021. Það fór í fyrsta skipti undir 40 prósent í síðasta mánuði og mældist þá 39,1 prósent og mælist nú á svipuðum slóðum eða 39,3 prósent. Samfylkingin hefur bætt við sig lang mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum en mælist nú eins og áður sagði með 24 prósent atkvæða. Á sama tíma hafa Vinstri græn tapað fylgi ríflega heilmings kjósenda sinna. Flokkurinn fékk 12,6 prósent atkvæða í kosningunum en mælist nú með 6 prósent.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Píratar Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24