Fótbolti

Ekki auðvelt að vera Messi í Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leo Messi fær engan frið í Argentínu.
Leo Messi fær engan frið í Argentínu. Getty/Aurelien Meunier

Lionel Messi er nú eins og flestir landsliðsmenn karla í fótbolta komnir til móts við landslið sín.

Argentínska landsliðið varð heimsmeistari þegar liðið kom síðast saman í nóvember og desember og nú er komið að fyrsta leik liðsins sem ríkjandi heimsmeistari.

Koma Messi heim til Argentínu vekur auðvitað mikla athygli.

Svo mikil var eftirspurnin eftir miðum á fyrsta leik Argentínu sem heimsmeistara að ein og hálf milljón beið í röð á netinu eftir að kaupa miða á þennan vináttulandsleik á móti Panama.

Messi er líka eltur á röndum um Argentínu og fær engan frið til að lifa þar eðlilegu lífi.

Það er nefnilega ekki auðvelt að vera Leo Messi í Argentínu eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan þar sem fólk safnaðist saman fyrir utan veitingastað þar sem hann snæddi kvöldverð.

Þarna sést Messi reyna að komast út í bíl til að komast í burtu. Þetta er svolítið eins og ef við settum Bítlana inn í samfélagsmiðla- og snjallsíma samtímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×