Telja að olíumengun megi rekja til skipsflaks við Vestmannaeyjar Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 15:41 Olíublautir fuglar fundust meðal annars í Vestmannaeyjum á milli 2020 og 2022. Vísir/Vilhelm Olíumengun sem merki hafa fundist um við suðurströndina undanfarin ár má líklega rekja til skipsflaks á hafsbotni við Vestmannaeyjar. Tölvulíkön um hafstrauma og gervihnattagögn voru notuð til að reyna að rekja upptök mengunarinnar. Talsverður fjöldi olíublautra fugla fannst víðs vegar við strendur Suðurlands og í Vestmannaeyjum á milli áranna 2020 og 2022, meðal annars í Reynisfjöru, í Vík og víðar. Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun létu greina rek olíu við suðurströndina og voru meðal annars notuð til þess tölvulíkön Veðurstofunnar og Copernicus-gagnaþjónusta Evrópusambandsins. Ekki reyndist mögulegt að rekja uppruna mengunarinnar nákvæmlega en óþekkt skipsflak á hafsbotni er talin líklegasta skýringin. Efnagreining leiddi í ljós að um svartolíu var að ræða en hún er meðal annars notuð sem eldsneyti í skipum. Það bendi til þess að flakið sé af skipi sem sökk eftir síðari heimsstyrjöldina þar sem svartolía var ekki notuð í eldri skipum. Mestar líkur eru taldar á að flakið sé að finna á hafsvæði innan við tólf sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Lekinn sé líklega stöðugur og frekar lítill. Tvö flök sem eru fjórar til sex sjómílur suðaustan af Vestmannaeyjum eru talin líklegust. Í skýrslu sérfræðings sem stofnanirnar fengu til verksins kemur fram að til þess að greina megi uppruna mengunarinnar með vissu þurfi að koma auga á olíuflekk á yfirborði sjávar og rannsaka skipsflök á svæðinu. Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Talsverður fjöldi olíublautra fugla fannst víðs vegar við strendur Suðurlands og í Vestmannaeyjum á milli áranna 2020 og 2022, meðal annars í Reynisfjöru, í Vík og víðar. Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun létu greina rek olíu við suðurströndina og voru meðal annars notuð til þess tölvulíkön Veðurstofunnar og Copernicus-gagnaþjónusta Evrópusambandsins. Ekki reyndist mögulegt að rekja uppruna mengunarinnar nákvæmlega en óþekkt skipsflak á hafsbotni er talin líklegasta skýringin. Efnagreining leiddi í ljós að um svartolíu var að ræða en hún er meðal annars notuð sem eldsneyti í skipum. Það bendi til þess að flakið sé af skipi sem sökk eftir síðari heimsstyrjöldina þar sem svartolía var ekki notuð í eldri skipum. Mestar líkur eru taldar á að flakið sé að finna á hafsvæði innan við tólf sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Lekinn sé líklega stöðugur og frekar lítill. Tvö flök sem eru fjórar til sex sjómílur suðaustan af Vestmannaeyjum eru talin líklegust. Í skýrslu sérfræðings sem stofnanirnar fengu til verksins kemur fram að til þess að greina megi uppruna mengunarinnar með vissu þurfi að koma auga á olíuflekk á yfirborði sjávar og rannsaka skipsflök á svæðinu.
Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira