Málshefjandi er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, og til andsvara verður forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Áður en umræðan hefst er óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi sem hefst klukkan 15. Horfa má á þá umræðu einnig í spilaranum hér fyrir neðan.
Umræðuna má rekja til þess að fyrir helgi sagði umboðsmaður Alþingis þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti.
Sjálfur sagðist Jón vera undrandi yfir umræddri niðurstöðu umboðsmanns. Forsætisráðherra hefur þó sagst vera sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðingu lögreglunnar á ríkisstjórnarfundi, áður en hann gaf út reglugerð sem heimilaði notkun þessara vopna.