Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 12:46 Umboðsmaður segir Jón hafa virt ósk Katrínar að vettugi. Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Sýkna Sólveigar stendur Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent „Við erum hundfúl yfir þessu“ Innlent Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Vonast til að fá vinnu að námi loknu Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu „Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Uppsagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugarnesi Sjá meira
Í erindi sem Skúli Magnússon umboðsmaður hefur sent forsætisráðherra segir meðal annars að ráðherrum beri að haga athöfnum sínum í samræmi við lög og stjórnarskrá. Ráðherrum beri samkvæmt stjórnarskrá að bera „mikilvæg stjórnarmálefni“ upp á ríkisstjórnarfundi og umboðsmaður fái ekki annað skilið af bréfi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til umboðsmanns að ákvörðun Jóns hafi falið í sér „áherslubreytingu“ og þar með verið „mikilvægt stjórnarmálefni“ sem bera átti undir ríkisstjórnarfund. Eins og Vísir hefur greint frá greindi Jón frá breytingunum í aðsendir grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn. Sama dag sagði forsætisráðherra að ræða þyrfti málið í ríkisstjórn. Seinna kom hins vegar í ljós að Jón undirritað nýjar reglur um vopnaburð lögreglu sama dag og hann greindi frá breytingunum. Þær voru síðan samdægurs sendar áfram til birtingar í Stjórnartíðindum. Umboðsmaður segir í áliti sínu að í svörum Jóns komi fram að honum hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar þennan dag, 30. desember. Honum hefði þá verið í lófa lagt að fresta framkvæmd málsins þar til það hefði verið rætt í ríkisstjórn. „Svo sem fram er komið bar dómsmálaráðherra málið ekki upp á fundir ríkisstjórnar fyrr en 13. janúar 2023 og þá án þess að virðast hafa slegið framkvæmd þess á frest eða gert við það fyrirvara með hliðsjón af fyrirhugaðri umræðu í ríkisstjórn. Í þessu sambandi athugast að reglurnar höfðu þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný til rafrænnar birtingar, þ.e. 9. janúar sl.“ segir umboðsmaður. Hann segir ekki annað að sjá en að Jón hafi virt óskir Katrínar að vettugi. Umboðsmaður áréttar einnig, vegna svara dómsmálaráðherra, að það sé ekki samræmanlegt við fyrirmæli stjórnarskrárinnar og laga að afgreiða mikilvægt stjórnarmálefni og hrinda því í framkvæmd og ætla að bera það upp í ríkisstjórn eftir á. Hann segir mikilvægt að horfa til markmiðs umræddra regla og þeirra krafa um vandaða stjórnsýsluhætti sem af því leiðir. „Er í því sambandi óhjákvæmilegt að horfa til þess að þér, sem forsætisráðherra og forystumaður ríkisstjórnarinnar, höfðuð sérstaklega óskað eftir því við ráðherrann að málið yrði tekið fyrir á fundi hennar,“ segir Skúli í erindi sínu til Katrínar. „Af skýringum yðar fæ ég vart annað ráðið en að ljóst hafi mátt vera að umræða um málið á þeim vettvangi væri ekki eingöngu ætlað að vera hreint formsatriði þótt í sjálfu sér lægi fyrir að dómsmálaráðherra nyti stjórnskipulegrar heimildar til ákvörðunar sinnar.“ Umboðsmaður lýsir sig ósammála þeirri skoðun sem fram kemur í svörum forsætisráðherra við upphaflegu erindi hans að vandséð sé að lengra verði gengið í sérstöku verklagi viðvíkjandi því hvort og hvernig mál ráðherra séu borin upp í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin geti þvert á móti afmarkað það betur, líkt og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð íslands. Þá sé einnig hægt að horfa til breytinga á siðareglum ráðherra, þar sem ekkert er fjallað um samvinnu og samskipti ráðherra sín á milli. Bréf Umboðsmanns Alþingis til forsætisráðherra.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Rafbyssur Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Sýkna Sólveigar stendur Innlent Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Erlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent „Við erum hundfúl yfir þessu“ Innlent Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Vonast til að fá vinnu að námi loknu Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu „Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Uppsagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugarnesi Sjá meira