Erlent

Ætlaði að opna fyrir bankandi gesti en var bitinn af krókódíl

Bjarki Sigurðsson skrifar
Scot Hollingsworth og krókódíll, sem er að öllum líkindum ekki sá sami og beit hann í lærið.
Scot Hollingsworth og krókódíll, sem er að öllum líkindum ekki sá sami og beit hann í lærið. WKMG/Getty

Karlmaður í Flórída-fylki í Bandaríkjunum var bitinn af krókódíl í lærið er hann opnaði útidyrahurð sína eftir að hafa heyrt þar bank. Hann hlaut ekki lífshættulega áverka.

Atvikið átti sér stað á heimili mannsins, Scot Hollingsworth, í Daytona Beach. Hann var að horfa á sjónvarpið með eiginkonu sinni þegar hann heyrði einhvern banka á útidyrahurð þeirra.

„Ég stökk upp og gekk þangað og opnaði hurðina. Ég steig út á meðan ég var að reyna að kveikja ljósin, ég var varla kominn út og hann beit í löppina á mér og fór að hrista sig,“ segir Hollingsworth í samtali við WKMG.

Honum brá ansi mikið en náði að losa tak krókódílsins. Seinna fundu yfirvöld í Flórída dýrið og var það svæft. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×