Eins og svo oft áður voru það þeir Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia sem voru aðalmennirnir hjá Napoli í dag. Sá fyrrnefndi kom liðinu í forystu strax á níundu mínútu áður en sá síðarnefndi sá til þess að liðið hafði tveggja marka forskot í hálfleik með marki af vítapunktinum.
Osimhen var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann kom liðinu í 3-0 og Kvaratskhelia lagði upp fjórða mark liðsins fyrir Tanguy Ndombele þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Napoli sem nú er með 71 stig eftir 27 leiki, 21 stigi meira en Inter sem situr í öðru sæti.