Fótbolti

Napoli valtaði yfir Torino og titillinn blasir við

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Victor Osimhen heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Napoli.
Victor Osimhen heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Napoli. Vísir/Getty

Það virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það að Napoli tryggi sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnuí fyrsta skipti síðan árið 1990. Liðið er með 21 stigs forskot eftir afar sannfærandi 4-0 sigur gegn Torino í dag.

Eins og svo oft áður voru það þeir Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia sem voru aðalmennirnir hjá Napoli í dag. Sá fyrrnefndi kom liðinu í forystu strax á níundu mínútu áður en sá síðarnefndi sá til þess að liðið hafði tveggja marka forskot í hálfleik með marki af vítapunktinum.

Osimhen var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann kom liðinu í 3-0 og Kvaratskhelia lagði upp fjórða mark liðsins fyrir Tanguy Ndombele þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Napoli sem nú er með 71 stig eftir 27 leiki, 21 stigi meira en Inter sem situr í öðru sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.