Gestirnir í United náðu forystunni strax á áttundu mínútu leiksins þegar Rhian Cleverley varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og var staðan því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Vilde Boe Risa tvöfaldaði svo forskot gestanna á 68. mínútu, en Emily Kraft minnkaði muninn fyrir Lewes fimm mínútum síðar.
Nikita Parris gerði þó út um vonir heimakvenna þegar hún endurheimti tveggja marka forskot United með marki á 89. mínútu og niðurstaðan varð því 1-3 sigur United og liðið á leið í undanúrslit FA-bikarsins.
María Þórisdóttir var í byrjunarliði United í dag, en var tekin af velli þegar um 25 mínútur voru til leiksloka.