Fótbolti

Sheffield United í undanúrslit eftir endurkomusigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Doyle reyndist hetja Sheffiled United í dag.
Thomas Doyle reyndist hetja Sheffiled United í dag. Jan Kruger/Getty Images

Sheffield United er á leið í undanúrslit FA-bikarsins eftir endurkomusigur gegn Blackburn Rovers í dag. Lokatölur 3-2, en Blackburn náði forystunni í tvígang í leiknum.

Ben Brereton Diaz kom gestunum í Blackburn yfir á 21. mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu áður en heimamenn jöfnuðu metin sjö mínútum síðar þegar Sam Gallagher varð fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net.

Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en gestirnir tóku forystuna á ný þegar Sammie Szmodics kom boltanum í netið eftir klukkutíma leik.

Oliver McBurnie jafnaði þó metin fyrir Sheffield United þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Thomas Doyle tryggði liðinu dramatískan sigur með föstu skoti fyrir utan teig á fyrstu mínútu uppbótartímans.

Niðurstaðan varð því 3-2 sigur Sheffield United og liðið verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin síðar í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.