Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 13:16 Pep Guardiola og Vincent Kompany mætast í fyrsta skipti sem þjálfarar í dag. Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag. Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira