Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 13:16 Pep Guardiola og Vincent Kompany mætast í fyrsta skipti sem þjálfarar í dag. Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag. Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Sjá meira
Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Sjá meira