Byssusýning á Stokkseyri um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2023 12:16 Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri, sem er í forsvari fyrir byssusýninguna um helgina. Sýningin er opin frá 11:00 til 18:00, laugardag og sunnudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera í Veiðisafninu á Stokkseyri um helgina því þar stendur yfir byssusýning þar sem úrval skotvopna og búnaðar til skotveiða, ásamt sjónaukum og aukabúnaði er til sýnis. Eigandi Veiðisafnsins segir að konur séu að koma mjög öflugar inn í skotveiðina. Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri Árborg Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Páll Reynisson á og rekur Veiðisafnið á Stokkseyri þar sem er mikið af uppstoppuðum dýrum af öllum gerðum og tegundum, sem hann hefur meira og minna skotið sjálfur. Sjón er sögu ríkari. Þessa helgi er byssusýning á Veiðisafninu þar sem hægt er að kynna sér allt, sem tilheyrir skotveiði á einn eða annan hátt. „Í ár er það verslunin Veiðihornið í Reykjavík, Ólafur og félagar, þeir ætla að koma og vera með okkur í fyrsta sinn og það er skemmtilegt að segja frá því að það koma hingað félagar úr skotfélaginu Skotgrund á Snæfellsnesi líka. Það eru alltaf einhverjar nýjungar á þessum sýningu, það fylgir bara straumar og stefnur í þessu eins og öðru,“ segir Páll. Páll segir mjög ánægjulegt hvað konum hefur fjölgað mikið í skotveiði og skotfimi. „Við eigum toppklassa konur í þessu eins og víða í öðru. Ég held nú að innst inni þá snúist þetta bara að kveneðlinu og veiðinni og allt það, en til dæmis í mark skytteríinu standa þær sig mjög vel, ekkert síður en karlar og í veiðinni líka. Ég held að þær komi inn í þetta á dálítið öðrum forsendum en við karldýrin,“ segir Páll. Fjölbreytt úrval af byssum eru til sýnis á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Byssusýningar Veiðisafnsins hafa verið mjög vinsælar í gegnum árin. „Já, mjög vinsælar, hér er topp mæting laugardag og sunnudag. Þetta er þó nokkur framkvæmd að setja þetta upp og halda þessu úti en það er líka gaman og fólk kemur og þá gengur þetta allt saman upp.“ En hvað er það við skotíþróttirnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Útiveran er númer eitt en það var einhvern tímann sagt hér að fugl í poka væri bónus, en það væri túrinn sem gilti, ég held dálítið í það,“ segir Páll. Páll, sem er með eitt allra glæsilegasta veiðisafn landsins á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Veiðisafnsins á Stokkseyri
Árborg Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira