Lífið

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Árni Sæberg skrifar
Lið Menntaskólans í Reykjavík vann Gettu betur í ár.
Lið Menntaskólans í Reykjavík vann Gettu betur í ár. Skjáskot/RÚV

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Gettu betur lið MR í ár skipuðu þau Katla Ólafsdóttir, Steinþór Snær Hálfdánarson og Davíð Birgisson og lið FSu skipuðu þau Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson.

Menntaskólinn í Reykjavík hefur unnið keppnina alls 23 sinnum, langoftast allra framhaldsskóla. Næstu skólar á eftir MR eru Menntaskólinn á Akureyri og Kvennaskólinn í Reykjavík með þrjá sigra hvor.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.