Innlent

Þrjú sóttu um stöðu skólastjóra í Melaskóla

Máni Snær Þorláksson skrifar
Þrjú sóttu um að verða skólastjóri Melaskóla en ein umsóknin var svo dregin til baka.
Þrjú sóttu um að verða skólastjóri Melaskóla en ein umsóknin var svo dregin til baka. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu þrír einstaklingar um að verða skólastjóri í Melaskóla samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Einn þessara einstaklinga dró umsókn sína þó til baka og því eru umsækjendur tveir.

Hinar tvær umsóknirnar komu frá Hörpu Reynisdóttur, sem ráðin var tímabundið í stöðu skólastjóra við skólann og Díönu Ívarsdóttur kennara.

Stefnt er að því að búið verði að ljúka ráðningu fyrir páska.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×