Öskjuvatn hefur lagt á ný eftir kuldatíð síðustu vikna Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 14:47 Gervihnattamynd tekin 12. mars sem sýnir ísilagt Öskjuvatn eftir kuldatíðina. Veðurstofan/Copernicus (Sentinel-2) Öskjuvatn hefur lagt aftur eftir kuldatíð síðustu vikna og sýnir það hversu síbreytilegt umhverfið við Öskju er. Áfram er fylgst náið með eldstöðinni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni þar sem rýnt er í gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig Veðurstofunnar fyrir eldfjöll. Sérstaklega var litið til Öskju og Kötlu á fundinum. Um Öskju segir að jarðskjálftavirkni við Öskju hafi aukist greinilega við upphaf landriss í ágúst 2021 en í desember hafi svo aftur dregið úr virkninni og hún haldist jöfn síðan þá. Þó megi sjá að virknin hafi verið umfram bakgrunnsvirkni sem mældist áður en landris hófst. Engin skýr merki eru um breytingu á landrisi. Um jarðskjálftavirkni í Kötlu segir að hún hafi aukist síðustu mánuði og frá síðastliðnu hausti hafi ríflega tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst í eldstöðinni. Stærsti skjálftinn hafi verið í nóvember 2022 og verið 3,9 að stærð. „Dæmi eru um að jarðskjálftavirkni hafi aukist tímabundið. Síðast gerðist það á tímabilinu frá júlí 2016 fram til ágúst 2017. Á því tímabili mældust hátt í 60 jarðskjálftar yfir þremur að stærð og fjórir þeirra voru yfir fjórum að stærð. Stærsti skjálftinn mældist í ágúst 2016 og var 4,7 að stærð. Gögn benda til þess að jarðhitavatn hafi lekið í Múlakvísl um mánaðarmótin febrúar – mars. Þá mældist há rafleiðni í ánni og jarðhitagas mældist við Láguhvola sem er nærri Kötlujökli þar sem Múlakvísl á upptök sín. Jarðhitavatnsleki eins og sá sem mældist um mánaðarmótin er reglulegur atburður í Múlakvísl og er hluti af hefðbundinni virkni í Kötlu. Engar mælanlegar breytingar eru á jarðskorpuhreyfingum. Út frá þeim gögnum sem farið var yfir á fundinum er ekki talin ástæða til að breyta vöktunarstigi fyrir Kötlu, en náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist grannt með eldstöðinni sem og öðrum eldstöðvum landsins allan sólahringinn alla daga ársins,“ segir á vef Veðurstofunnar. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni þar sem rýnt er í gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig Veðurstofunnar fyrir eldfjöll. Sérstaklega var litið til Öskju og Kötlu á fundinum. Um Öskju segir að jarðskjálftavirkni við Öskju hafi aukist greinilega við upphaf landriss í ágúst 2021 en í desember hafi svo aftur dregið úr virkninni og hún haldist jöfn síðan þá. Þó megi sjá að virknin hafi verið umfram bakgrunnsvirkni sem mældist áður en landris hófst. Engin skýr merki eru um breytingu á landrisi. Um jarðskjálftavirkni í Kötlu segir að hún hafi aukist síðustu mánuði og frá síðastliðnu hausti hafi ríflega tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst í eldstöðinni. Stærsti skjálftinn hafi verið í nóvember 2022 og verið 3,9 að stærð. „Dæmi eru um að jarðskjálftavirkni hafi aukist tímabundið. Síðast gerðist það á tímabilinu frá júlí 2016 fram til ágúst 2017. Á því tímabili mældust hátt í 60 jarðskjálftar yfir þremur að stærð og fjórir þeirra voru yfir fjórum að stærð. Stærsti skjálftinn mældist í ágúst 2016 og var 4,7 að stærð. Gögn benda til þess að jarðhitavatn hafi lekið í Múlakvísl um mánaðarmótin febrúar – mars. Þá mældist há rafleiðni í ánni og jarðhitagas mældist við Láguhvola sem er nærri Kötlujökli þar sem Múlakvísl á upptök sín. Jarðhitavatnsleki eins og sá sem mældist um mánaðarmótin er reglulegur atburður í Múlakvísl og er hluti af hefðbundinni virkni í Kötlu. Engar mælanlegar breytingar eru á jarðskorpuhreyfingum. Út frá þeim gögnum sem farið var yfir á fundinum er ekki talin ástæða til að breyta vöktunarstigi fyrir Kötlu, en náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist grannt með eldstöðinni sem og öðrum eldstöðvum landsins allan sólahringinn alla daga ársins,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05
Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12