„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 22:47 Kristmundur Axel Kristmundsson viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn. Aðsend Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN Tónlist FM957 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN
Tónlist FM957 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira