Geimveruneglur það nýjasta í naglatískunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Anne Hathaway er ein af þeim sem hefur komið geimverunöglunum á kortið. Getty/Instagram Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga. Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails)
Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00