Hæstiréttur tekur fyrir mál sérsveitarmanns vegna Hraunbæjarmálsins Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 08:14 Málið snýr að áfallastreituröskun sem meðlimur sérsveitar lögreglunnar glímir við vegna Hraunbæjarmálsins svokallaða árið 2013 þar sem lögregla skaut mann til bana eftir að sá hafði skotið í átt að lögreglu með haglabyssu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni fyrrverandi liðsmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar aðgerðar sérsveitarinnar í Árbæ í Reykjavík síðla árs 2013 sem leiddi til dauða manns. Málið snýr að greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega, en héraðsdómur dæmdi á sínum tíma tryggingafélagið VÍS til að greiða manninum um 2,4 milljónir króna vegna málsins. Landsréttur sneri hins vegar við dómnum í desember síðastliðinn og sýknaði tryggingafélagið og ákvað maðurinn að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Um er að ræða aðgerð sérsveitarinnar í desember 2013 þar sem hún var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hraunbæ í Árbæ í Reykjavík þar sem tilkynnt hafði verið um skothvelli úr íbúð. Þar var skotið á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kveðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu og óttast verulega um öryggi sitt og líf. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum einkennum eftir árásina, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Þetta var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Deilt um fyrningu Landsréttur hafnaði því að slysatryggingin sem deilt væri um væri höfuðstólstrygging sem um gilti tíu ára fyrningarfrestur samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingarsamninga og taldi að um væri að ræða hefðbundna slysatryggingu. Vildi Landsréttur meina að krafan um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi sem tjónþolinn fengi nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð bæri á því. Í dómi Landsréttur segir að leyfisbeiðanda hefði mátt vera ljóst þegar á árinu 2014 að atvikið hefði alvarlegar afleiðingar fyrir hann og fyrningarfrestur í fyrsta lagi byrjað að líða í lok þess árs. Samkvæmt grein skilmála slysatryggingarinnar fyrntist krafa samkvæmt vátryggingunni á fjórum árum og þar segði enn fremur að fresturinn hæfist við lok þess almanaksárs þegar sá er kröfuna ætti hefði fengið nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem krafa hans væri reist á. Fram kemur að maðurinn hefði verið metinn með miðlungseinkenni áfallastreituröskunar í desember 2016 og fyrningarfrestur því byrjað að líða í síðasta lagi í lok þess árs. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að krafa leyfisbeiðanda hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað í mars 2021. Síðkomin áfallastreituröskun Maðurinn ákvað að áfrýja málinu þar sem hann telji úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Hæstiréttur hefði aldrei áður fjallað ákvæði laga sem málið snýr að eða skilgreiningu á höfuðstóls- eða summutryggingu. „Í öðru lagi varðandi mat á upphafi fyrningarfrests þegar um er að ræða einkenni sem felast í síðkominni áfallastreituröskun. Í þriðja lagi um það hvort fjögurra eða tíu ára fyrningarfrestur gildi um kröfur úr slysatryggingu,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sömuleiðis vildi maðurinn meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, auk þess að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur taldi að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um fyrningu kröfu á sviði vátrygginga og ákvað því að samþykkja áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Reykjavík Lögreglan Tryggingar Tengdar fréttir Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, veit ekki hvort hægt er að finna lausn í geðheilbrigðisgeiranum sem tekur til allra jaðartilvika 17. júní 2014 00:01 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Málið snýr að greiðslu bóta úr slysatryggingu launþega, en héraðsdómur dæmdi á sínum tíma tryggingafélagið VÍS til að greiða manninum um 2,4 milljónir króna vegna málsins. Landsréttur sneri hins vegar við dómnum í desember síðastliðinn og sýknaði tryggingafélagið og ákvað maðurinn að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Um er að ræða aðgerð sérsveitarinnar í desember 2013 þar sem hún var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hraunbæ í Árbæ í Reykjavík þar sem tilkynnt hafði verið um skothvelli úr íbúð. Þar var skotið á lögreglumenn úr haglabyssu af stuttu færi og kveðst sérsveitarmaðurinn þá hafa verið í bráðri lífshættu og óttast verulega um öryggi sitt og líf. Umsátrinu lauk með því að lögregla skaut byssumanninn til bana. Lögreglumaðurinn sagðist upphaflega hafa talið að hann myndi jafna sig af andlegum einkennum eftir árásina, en síðar hafi einkennin farið að ágerast. Þetta var í fyrsta sinn sem sérsveitin felldi mann í aðgerðum. Deilt um fyrningu Landsréttur hafnaði því að slysatryggingin sem deilt væri um væri höfuðstólstrygging sem um gilti tíu ára fyrningarfrestur samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingarsamninga og taldi að um væri að ræða hefðbundna slysatryggingu. Vildi Landsréttur meina að krafan um skaðabætur fyrnist á fjórum árum frá þeim degi sem tjónþolinn fengi nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ábyrgð bæri á því. Í dómi Landsréttur segir að leyfisbeiðanda hefði mátt vera ljóst þegar á árinu 2014 að atvikið hefði alvarlegar afleiðingar fyrir hann og fyrningarfrestur í fyrsta lagi byrjað að líða í lok þess árs. Samkvæmt grein skilmála slysatryggingarinnar fyrntist krafa samkvæmt vátryggingunni á fjórum árum og þar segði enn fremur að fresturinn hæfist við lok þess almanaksárs þegar sá er kröfuna ætti hefði fengið nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem krafa hans væri reist á. Fram kemur að maðurinn hefði verið metinn með miðlungseinkenni áfallastreituröskunar í desember 2016 og fyrningarfrestur því byrjað að líða í síðasta lagi í lok þess árs. Komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að krafa leyfisbeiðanda hefði verið fyrnd þegar málið var höfðað í mars 2021. Síðkomin áfallastreituröskun Maðurinn ákvað að áfrýja málinu þar sem hann telji úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Hæstiréttur hefði aldrei áður fjallað ákvæði laga sem málið snýr að eða skilgreiningu á höfuðstóls- eða summutryggingu. „Í öðru lagi varðandi mat á upphafi fyrningarfrests þegar um er að ræða einkenni sem felast í síðkominni áfallastreituröskun. Í þriðja lagi um það hvort fjögurra eða tíu ára fyrningarfrestur gildi um kröfur úr slysatryggingu,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sömuleiðis vildi maðurinn meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, auk þess að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur taldi að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um fyrningu kröfu á sviði vátrygginga og ákvað því að samþykkja áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Reykjavík Lögreglan Tryggingar Tengdar fréttir Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, veit ekki hvort hægt er að finna lausn í geðheilbrigðisgeiranum sem tekur til allra jaðartilvika 17. júní 2014 00:01 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, veit ekki hvort hægt er að finna lausn í geðheilbrigðisgeiranum sem tekur til allra jaðartilvika 17. júní 2014 00:01