Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Kristján Þór Júlíusson vinnur á grundvelli þingsályktunartillögu en fyrsti flutningsmaður hennar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“ Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira