Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Kristján Þór Júlíusson vinnur á grundvelli þingsályktunartillögu en fyrsti flutningsmaður hennar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“ Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
„Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent