Hraunbæjarmálið: Sorglegt atvik sem mun hafa áhrif á vinnu heilbrigðisráðuneytisins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Kristján Þór Júlíusson vinnur á grundvelli þingsályktunartillögu en fyrsti flutningsmaður hennar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“ Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
„Það sem hefur gerst er að við erum að vinna að mótun geðheilbrigðisstefnu. Svona sorglegir atburðir hljóta að setja mark sitt á alla þá vinnu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, spurður um viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins við Hraunbæjarmálinu svokallaða. Eins og kunnugt er lést geðfatlaður maður, Sævarr Rafn Jónsson, af völdum lögreglu eftir að hann hafði skotið með haglabyssu út um glugga á heimili sínu og lögregla var kölluð á staðinn. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að svo veikur maður skyldi búa einn í íbúð án nokkurs eftirlits. „Þá hljótum við að skoða sérstaklega þessi jaðartilvik.“ „Það er brotalöm í hvernig þessi tvö kerfi tala saman, það er að segja, kerfi sveitarfélaganna annars vegar og kerfi ríkis hins vegar,“ segir Kristján Þór. „Það eru lokuð svæði einhvers staðar sem valda því að einstaklingar eru að detta á milli skips og bryggju. Þá hljótum við að beita okkur fyrir því að byggja brýr á milli kerfanna til að forða því að einstaklingar þurfi að lenda í þessum gildrum.“ Kristján vill ekki fara í að ræða einstök mál spurður um gagnrýni systkina Sævarrs. Hann vill heldur ekki svara því hvernig stefnu hann vill sjálfur taka í geðheilbrigðismálum á Íslandi heldur vilji hann gefa sem fer með geðheilbrigðisstefnuna sitt svigrúm til að vinna á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti. „Við erum að vinna á grundvelli þingsályktunartillögu sem Alþingi samþykkti,“ útskýrir Kristján. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vinna er hafin við að leggja grunn að þessu starfi, sérstök nefnd kemur til með að ræða mótun geðheilbrigðisstefnunnar og á ráðuneytið að skila tillögunum öðru hvoru megin við áramót að sögn Kristjáns. „Örugglega fer þetta tilvik inn í þennan reynslubanka sem nefndin kemur til með að vinna úr, það er alveg ljóst.“ „Ég get ekki svarað neinu til um hvernig nefndin mun skila sinni afurð. Í grunninn eru allir meira og minna sammála um hvernig þeir vilji sjá þessi kerfi vinna saman, að þetta vinni á þeim grunni að einstaklingar lendi ekki á einhverju einskismannslandi eins og hefur gerst og er að gerast.“ En er hægt að finna einhverja lausn sem á við um öll jaðartilvik líkt og það í Hraunbæjarmálinu? „Ég veit það ekki,“ segir Kristján hreinskilnislega. „Vonandi getum við fyrirbyggt einhver tilvik sem við höfum reynslu af. En það er aldrei hægt að fullyrða að einhver tilvik geti ekki komið upp sem starfsfólkið okkar sjái ekki fyrir. En vonandi verður okkur kleift að vinna með þeim hætti að þau verði helst engin.“
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira