Í gær féll Liverpool úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að tapa 1-0 fyrir Real Madríd á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Liverpool hafði tapað fyrri leiknum 5-2 og hefði því þurft kraftaverk til að komast.
Var þetta þriðja tímabilið í röð þar sem Real slær Liverpool út úr Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð mættust liðin í úrslitum og þar vann Real 1-0 sigur þökk sé marki Vinícius Júnior. Í ár var sigurinn öllu meira sannfærandi.
Ef við förum aftur til tímabilsins 2020-21 þá mættust liðin í 8-liða úrslitum. Þar hafði Real Madríd betur eftir 3-1 sigur á Bernabéu og 0-0 jafntefli á Anfield. Árið þar áður hafði Liverpool tapað fyrir nágrönnum Real í Atlético Madríd í 16-liða úrslitum.
Vorið 2019 vann Liverpool Meistaradeildina og tókst þar með að hrista draugana frá árinu á undan af sér en þá fór liðið einnig alla leið í úrslit, gegn Real Madríd. Er sá leikur frægastur fyrir skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool og meiðsli Mohamed Salah.
6 - Under Jürgen Klopp, all six of Liverpool s eliminations from major European competitions have come against Spanish clubs (Sevilla x1, Atlético Madrid x1 and Real Madrid x4). Adios. pic.twitter.com/SaTvkucSvC
— OptaJoe (@OptaJoe) March 15, 2023
Spænsku álögin eiga ekki aðeins við í Meistaradeildinni en tímabilið 2015-16 fór Liverpool í úrslit Evrópudeildarinnar en laut í gras gegn Sevilla, lokatölur 3-1 spænska liðinu í vil.