Breytingartillögur felldar jafnóðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 19:17 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir hefur jafnan gert grein fyrir atkvæði sínu á Alþingi í dag. Myndin var tekin þar sem hún kastaði kveðju á mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr minnihluta Alþingis hafa lagt fram fjölmargar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á fundi sem nú stendur yfir. Meirihluti þingmanna hefur fellt tillögurnar jafnóðum. Breytingartillögurnar hafa almennt verið felldar með 32 atkvæðum; 15 segja yfirleitt já og 5 greiða ekki atkvæði. Það eru jafnan þingmenn Flokks fólksins sem ekki hafa greitt atkvæði með eða á móti. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Á þingfundinum sem nú stendur yfir þurfti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að biðja gest á þingpöllum um að hafa hljóð, en einn heyrðist saka þingmenn um misnotkun á valdi. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir hefur reglulega tekið til máls á Alþingi í kvöld og hafa Píratar staðið fyrir mörgum breytingartillögum á frumvarpinu. Þingmenn flokksins gagrýndu ákvæði frumvarpsins sem þau telja torvelda endurupptöku mála og segja það setja hættulegt fordæmi. Herbergi fullt af myglu Arndís Anna veltir upp mikilvægi ákvæðis um að útlendingur teljist ekki umsækjandi um alþjóðlega vernd ef máli hans hefur verið lokið á stjórnsýslustigi. „Það er hvorki í þágu skilvirkni, sparnaðar fyrir ríkissjóð né í þágu mannúðar - það er ekki í þágu eins eða neins, þessi breyting. Hún snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna. Margir þingmenn hafa ákveðið að gera sérstaklega grein fyrir atkvæðum sínum. „Þetta er nú sennilega eitt versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hefur verið gagnrýnt hvað helst af þeim sem hafa komið fyrir nefndina, þeir sem hafa sérfræðiþekkingu til að meta hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að leggja það hér til að þessi tiltekna grein falli á brott, ég greiði heilshugar atkvæði með því og hvet aðra til að gera það sama. Ég segi já,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Breytingartillögurnar hafa almennt verið felldar með 32 atkvæðum; 15 segja yfirleitt já og 5 greiða ekki atkvæði. Það eru jafnan þingmenn Flokks fólksins sem ekki hafa greitt atkvæði með eða á móti. Óhætt er að segja að málið hafi verið umdeilt en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Á þingfundinum sem nú stendur yfir þurfti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að biðja gest á þingpöllum um að hafa hljóð, en einn heyrðist saka þingmenn um misnotkun á valdi. Arndís Anna Katrínardóttir Gunnarsdóttir hefur reglulega tekið til máls á Alþingi í kvöld og hafa Píratar staðið fyrir mörgum breytingartillögum á frumvarpinu. Þingmenn flokksins gagrýndu ákvæði frumvarpsins sem þau telja torvelda endurupptöku mála og segja það setja hættulegt fordæmi. Herbergi fullt af myglu Arndís Anna veltir upp mikilvægi ákvæðis um að útlendingur teljist ekki umsækjandi um alþjóðlega vernd ef máli hans hefur verið lokið á stjórnsýslustigi. „Það er hvorki í þágu skilvirkni, sparnaðar fyrir ríkissjóð né í þágu mannúðar - það er ekki í þágu eins eða neins, þessi breyting. Hún snýst um það að svelta flóttafólk til hlýðni, treysta á það að með því að henda þeim út á götuna allslausum að þá muni þeir loksins drífa sig heim. Þeir hljóta að hanga hérna vegna þess að þau fá tíu þúsund á viku, búa í einhverju herbergi, fullu af myglu með einhverju bláókunnugu fólki. Það er aðdráttarafl sem þarf að taka út, er það ekki,“ spurði Arndís Anna. Margir þingmenn hafa ákveðið að gera sérstaklega grein fyrir atkvæðum sínum. „Þetta er nú sennilega eitt versta ákvæðið í þessu frumvarpi, eitt af því sem mest hefur verið rætt um í meðförum nefndarinnar og eitt af því sem hefur verið gagnrýnt hvað helst af þeim sem hafa komið fyrir nefndina, þeir sem hafa sérfræðiþekkingu til að meta hverjar afleiðingarnar verða. Það er verið að leggja það hér til að þessi tiltekna grein falli á brott, ég greiði heilshugar atkvæði með því og hvet aðra til að gera það sama. Ég segi já,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50
Frumvarpið sé illa úthugsað og afleiðingarnar óljósar: „Þetta er mikil afturför“ Allar líkur eru á að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verði að lögum frá Alþingi eftir daginn í dag en lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðdegis. Þingmaður Pírata segir að í grunninn sé um að ræða pólitíska yfirlýsingu sem lýsi tortryggni og jafnvel andúð í garð fólks á flótta. Flóttamenn hafa boðað mótmæli fyrir utan Alþingi í dag vegna málsins og munu Píratar gefa stjórnarliðum lokatækifæri til að skipta um skoðun á eftir. 15. mars 2023 13:01