Innlent

Rakel ráðin rekstrar­stjóri Sam­fylkingarinnar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Rakel Pálsdóttir er nýr rekstrarstjóri Samfylkingarinnar.
Rakel Pálsdóttir er nýr rekstrarstjóri Samfylkingarinnar. Samfylkingin

Rakel Pálsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri á skrifstofu Samfylkingarinnar. Síðustu fjögur ár hefur hún starfað hjá stéttarfélaginu Eflingu sem kynningarstjóri og sem samskiptastjóri hjá BSRB.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að Rakel búi yfir víðtækri reynslu á sviði almannatengsla, kynningarmála og verkefna- og viðburðastjórnunar. 

Áður en hún starfaði hjá Eflingu og BSRB gegndi hún starfi forstöðumanns almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins. Þá hefur hún einnig starfað sem kynningarstjóri hjá Eddu útgáfu.

Rakel er með BA gráðu í þjóðfræði og mannfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.