Fimm frá Håland og Man City flaug á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Í sjöunda himni.
Í sjöunda himni. EPA-EFE/Adam Vaughan

Erling Braut Håland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í ótrúlegum 6-0 sigri Manchester City á RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leikinn.

Fyrir leik var búist við nokkuð jöfnum leik enda allt jafnt eftir fyrri leik liðanna. Téður Håland sá hins vegar til þess að einvígið var einfaldlega búið áður en flautað var til hálfleiks í kvöld.

Hann kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu, sem var vægast sagt umdeild, um miðbik fyrri hálfleiks. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði hann tvöfaldað forystuna. Kevin De Bruyne með stoðsendinguna. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kláraði norski framherjinn svo dæmið, staðan 3-0 þegar allur síðari hálfleikur var enn eftir. 

Sá síðari byrjaði ekki vel fyrir gestina en Man City skoraði þrjú mörk á átta mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. Håland með tvö og İlkay Gündoğan eitt. Staðan 6-0 þegar enn var rúmur hálftími til leiskloka.

Gestirnir hafa eflaust þakkað æðri máttarvöldum þegar norski framherjinn var tekinn af velli á 63. mínútu. Bæði lið sættust í kjölfarið á að það væri bara fínt ef ekki yrðu fleiri mörk skoruð, eða svo héldu gestirnir. Kevin De Bruyne var ekki á sama máli og skoraði sjöunda mark heimamanna í uppbótartíma.

Lokatölur í kvöld 7-0 og Manchester City fer því áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að leggja RB Leipzig samtals 8-1 í tveimur leikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira