Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Úkraínuferð forsætis- og utanríkisráðherra sem nú stendur yfir. 

Þær Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir heimsóttu bæinn Bucha í morgun en þar frömdu Rússar fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi stríðsins. 

Einnig fjöllum við um eftirlitsmyndavélar í miðborg Reykjavíkur en það kerfi á að stórefla á næstu vikum, meðal annars vegna leiðtogafundarins í Hörpu í maí. 

Þá heyrum við af nefndarfundi á Alþingi frá því í morgun þar sem rætt var um hælisleitendur frá Venesúela sérstaklega. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×