Íslenski boltinn

Keflvíkingar fá gamla Liverpool strákinn aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marley Blair í leik með Keflavík á móti KR sumarið 2021.
Marley Blair í leik með Keflavík á móti KR sumarið 2021. Vísir/Hulda Margrét

Marley Blair ætlar að taka slaginn með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Keflvíkingar tilkynntu það á miðlum sínum í dag að Knattspyrnudeild félagsins hafi gert samkomulag um að Marley spili með Keflavík þetta tímabil.

„Marley hitti hópinn í æfingaferðinni og hefur æft vel með þeim þar. Marley missti því miður af síðasta tímabili og erum við spennt að sjá hann aftur hjá okkur. Sannur Keflvíkingur,“ segir í fréttinni.

Marley Blair lék með unglingaliðum Liverpool á árum áður en hann var síðast hjá Burnley áður en hann gekk til liðs við Keflavík.

Blair lék tólf leiki með Keflavík í úrvalsdeildinni sumarið 2021 og fékk skráð á sig mark í lokaleiknum sem átti þó að öllu eðlilegu að vera skráð sem sjálfsmark.

Hann byrjaði með Keflavík á síðasta undirbúningstímabili en yfirgaf félagið síðan af persónulegum ástæðum. Blair snýr nú aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×