Fótbolti

Aron og félagar aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi eru enn í harðri titilbaráttu í katörsku deildinni.
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi eru enn í harðri titilbaráttu í katörsku deildinni. Simon Holmes/NurPhoto via Getty Images

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi unnu mikilvægan 1-0 útisigur er liðið sótti Al-Gharafa heim í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Eftir tap gegn Al-Duhail í toppslag deildarinnar í seinustu umferð þurftu Aron og félagar að rétta úr kútnum til að halda í við toppliðið.

Það var Youssef Msakni sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom gestunum í Al Arabi í forystu af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleikshléið. Þrátt fyrir að þurfa að spila manni færri seinustu 25 mínútur leiksins eftir að Abdulla Hassan Marafee fékk að líta beint rautt spjald tókst Aroni og félögum að landa sigrinum.

Aron lék allann leikinn á miðjunni fyrir gestina sem sitja í öðru sæti katörsku deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en topplið Al-Duhail sem hefur leikið einum leik minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×