Hagfræðiprófessor segir viðbrögð fólks við falli tveggja banka í Bandaríkjunum sýna að fólk hafi ekki gleymt hruninu og beri ekki fullt traust til fjármálakerfisins. - Lögreglan segist vera við það að handtaka mann sem hleypti af haglabyssu inn á skemmtistað í miðborginni í gærkvöldi en víðtæk leit hefur staðið yfir að manninum.
Við heyrum í fjármálaráðherra sem segir ekki koma til greina að gerðar verði breytingar á EES-samningnum sem komi öðrum þjóðum vel en muni kippa fótunum undan alþjóðafluginu eins og það hafi verið byggt upp á Íslandi undanfarna áratugi.
Og Magnús Hlynur segir okkur frá því hvernig hjúkrunarmenntað fólk frá Filippseyjum hefur hlaupið í skarðið í mikilli manneklu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.