Innlent

Fjöldi manna í vand­ræðum á fjall­vegum austan­lands

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Veðrið var slæmt og skyggni lítið sem ekkert á köflum.
Veðrið var slæmt og skyggni lítið sem ekkert á köflum. Landsbjörg

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið við störf í dag á fjallvegum austanlands og aðstoðað fjölda manns sem komust ekki leiðar sinnar sökum veðurs.

Í tilkynningu frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að í Fagradal hafi verið talsvert um að ferðamenn kæmust ekki leiðar sinnar.

Veðrið var slæmt og skyggni lítið sem ekkert á köflum. Töluverðir skaflar höfðu myndast á leiðinni og sóttu björgunarsveitir fólk úr að minnsta kosti 5 bílum, og þar á meðal snjóruðningstæki sem hafði lent útaf veginum. 

Landsbjörg

Fólk hafði ýmist fest bíla sína, eða ekið útaf veginum. Flestir voru ferðamenn en einhverjir heimamenn sem voru að fara á milli byggðarlaga vegna vinnu.

Á Möðrudal varð árekstur tveggja bíla. Ekki urðu slys á fólki en bílarnir voru ekki ökuhæfir og fékk fólk far til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×