Innlent

Sam­þykktu kjara­samning með minnsta mögu­lega mun

Heimir Már Pétursson og Atli Ísleifsson skrifa
Flugvirkjar hjá GMT sjá meðal annars um viðhald flugvéla Play og nokkurra annarra flugfélaga.
Flugvirkjar hjá GMT sjá meðal annars um viðhald flugvéla Play og nokkurra annarra flugfélaga. Vísir/Vilhelm

Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu.

Mbl sagði fyrst frá málinu en samningurinn gildir til tveggja ára. Áður höfðu flugvirkjarnir fellt samning til eins árs í febrúar.

„Þetta hafðist. Það er kominn samningur,“ sagði Grét­ar Guðmunds­son, formaður Flug­virkja­fé­lags Íslands, í samtali við fréttastofu.

Hann segir að í samningnum sé gert ráð fyrir hækkun launa í janúar næstkomandi sem taki mið af samningum annarra.

Samningar flugvirkja hjá GMT höfðu verið lausir í áratug en 2018 var samþykkt að þeir myndu fylgja aðalkjarasamningi Flugvirkjafélags Íslands sem þá var undirritaður.

Í nýja samningnum hafi náðst fram meiri hækkun orlofsuppbótar og fatapeninga en í samningnum sem var felldur í febrúar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.