Innlent

Leit að Gunnari Svan bar ekki árangur

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Leitin að Gunnari Svan bar ekki árangur.
Leitin að Gunnari Svan bar ekki árangur.

Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni stóð yfir í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans. Leit bar ekki árangur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Eskifirði.

Leitinni verður fram haldið á morgun með þyrlu Landhelgisgæslu. Næstu skref verða ákveðin að þeirri leit lokinni, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Áfram er biðlað til íbúa Eskifjarðar og nágrennis að skoða útihús, skúra, geymslur og slíkt þar sem skjóls gæti verið leitað.“

Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár.

Þeir er vita um ferðir Gunnars eftir þennan tíma eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 0600 eða 444 0635 eða með tölvupósti á netfangið austurland@logreglan.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×