Allt frá kúkableyjum til sjónvarpa hent á opin svæði í náttúrunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2023 21:01 Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. egill aðalsteinsson Sjónvörpum, kúkableyjum og öllu þar á milli er iðulega hent á opið svæði í hraunið við Straumsvík í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs segir ástandið óþolandi. Kenningar séu um að umhverfissóðar reyni að komast hjá því að greiða gjöld til Sorpu. Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“ Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“
Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira